Loading

Í Gestastofu Ölgerðarinnar taka gestgjafar vel á móti fróðleiksþyrstum gestum sem vilja kynna sér nánar bjór í Bjórskólanum og í Bragðað á sögunni eða um vín í Vínskóla Ölgerðarinnar.

Við leggjum okkur fram við að fræða gesti okkar á lifandi og skemmtilegan hátt um bjór og vín þannig að að hópurinn upplifir ógleymanlega kvöldstund þar sem skemmtun og fróðleikur fer vel saman.

 

 

Bjórskóli Ölgerðarinnar útskrifar fleiri nemendur á hverju ári en Háskóli Íslands. Skólinn býður upp á 3 klukkustunda langt námskeið með 2 hléum þar sem nemendur eru fræddir um sögu bjórs, hráefnin, bruggferlið og ólíka bjórstíla.

Opin námskeið eru alla fimmtudaga kl. 20.
Hópar geta bókað sig alla daga vikunnar.

 

 

Smelltu hér til að
sjá stutta kynningarmynd
frá Bjórskólanum (60 sec.)

Spila

Skelltu þér á skólabekk!

Bjórskólinn er opinn öllum þeim sem hafa náð 20 ára aldri.
Við bjóðum einstaklinga jafnt sem minni hópa að hámarki 20 manns velkomna frá kl. 20 öll fimmtudagskvöld.
Einkakennsla öll önnur kvöld fyrir hópa að lágmarki 15 manns og að hámarki 23.

Skólagjöld nemenda eru 7.200 kr.

 • Upplýsingar um nemanda

 • Upplýsingar um greiðanda

 • Upplýsingar um námskeið

  Bjórskólinn
  20:00
  0 kr.

Kaupa gjafabréf

Ávísun á ógleymanlega kvöldstund sem svíkur engan bjóráhugamanninn.
Námsgjöld aðeins kr. 7.200

Gjafabréfið er tilbúið til afhendingar í móttöku Ölgerðarinnar gegn framvísun greiðslukvittunar af netinu.
Móttakan er opin alla virka daga frá kl.8-16.

Sé óskað eftir heimsendingu skal tilgreina það sérstaklega við pöntun.
Sendum frítt um allt land.

 • Upplýsingar um handhafa gjafabréfs

 • Upplýsingar um greiðanda

  Sækja gjafabréf Fá gjafabréf sent
  Fá gjafabréf sent á heimilisfang greiðanda
 • Upplýsingar um námskeið

  Gjafabréf

ATHUGIÐ!
Forföll skráðra nemenda ber að tilkynna símleiðis fyrir kl.12 á settum skóladegi. Að öðrum kosti telst skráning nemenda gild. Ekki er mælst til að nýnemar stundi heimanám fyrir kennslustund. Brot á reglum getur leitt til brottvísunar úr kennslu.

 

Skráning með gjafabréfi

Sláðu inn númer og handhafa gjafabréfs og veldu dagsetningu. Handhafi fær þá sendan rafpóst á netfangið sitt með tilkynningu um dagsetninguna.

 • Upplýsingar um handhafa gjafabréfs

Hópar í Bjórskólann

Átt þú 14 vini eða vinnufélaga?
Hópar geta bókað sig í Bjórskólann í einkakennslu öll kvöld vikunnar.

Lágmarksfjöldi sæta sem kaupa þarf er 15.
Hámark er 25.

Á föstudögum og laugardögum er hægt að bóka hópa klukkan 16/16.30 og klukkan 20.

Aðra daga vikunnar er hægt að hefja námskeiðin á öðrum tímasetningum.

Hafðu endilega samband og fáðu upplýsingar um lausar dagsetningar.

 

Kennarar Bjórskólans

 • Bjórskólakennarinn Höskuldur Sæmundsson

  Höskuldur er bjóráhugamaður með meiru, bæði í rúmmáli og ummáli. Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi og skiptir sér stundum of mikið af því sem honum kemur ekkert við. Höskuldi er óþarflega oft ruglað saman við hina og þessa pólitíkusana en ólíkt flestum þeirra hefur hann lítinn áhuga á frumvörpum, nema þau snúist sérstaklega um bjór.

 • Bjórskólakennarinn Atli Þór Albertsson

  Atli Þór var eitt sinn valinn einn af kynþokkafyllstu sjónvarpsmönnum landsins þar sem honum var lýst sem kæruleysislega sexý

 • Bjórskólakennarinn Sveinn Waage

  Sveinn er tröllvaxinn Eyjamaður sem er líka í alvöru vinnu sem markaðsstjóri hjá voða fínu fyrirtæki. Hann er yfir meðallagi tattóveraður, vel hærður með vandræðalega mikinn áhuga á ofbeldisíþróttum verandi mikill mannvinur og ljúfur á virkum dögum. Umtalað er hvað Sveinn kemur vel undan vetri en einnig vori, sumri og sérlega vel undan hausti.

 • Bjórskólakennarinn Stefán Pálsson

  Stefán er sagnfræðingur sem veit næstum allt um Svals og Vals-bækurnar. Sem barn lék hann í auglýsingu, sem var kippt úr loftinu fyrir að brjóta gegn siðareglum auglýsingastofa. Hann er óþarflega hár í kólestróli, en fáránlega öflugur í B12 vítamíni.

Myndasafn Bjórskólans

 

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn um lausar dagsetningar og ef þú vilt fá nánari upplýsingar

Komdu í framhaldsnám!

Framhaldsnám Bjórskóla Ölgerðarinnar 203, er fyrir alla sem vilja kafa örlítið dýpra í bjórfræðin og ekki skemmir fyrir að hafa lokið Bjórskólanámskeiði skólans.

Lögð er áhersla á handverksbrugghús og þá fjölbreyttu flóru tegunda sem þeim fylgja, bæði erlendis og ekki síst hér heima á Íslandi. Framhaldsnámskeiðið er rúmar 2 klukkustundir og er hugarfóstur höfunda Bjórbókarinnar, Höskuldar Sæmundssonar og Stefáns Pálssonar.

Opin námskeið alla miðvikudaga kl 20
Hópar geta bókað sig alla daga vikunnar

 

Skráning

Framhaldsnám Bjórskóla Ölgerðarinnar er opið öllum þeim sem náð hafa 20 ára aldri.
Opin námskeið alla miðvikudaga kl 20 en hópar geta bókað einkakennslu alla daga vikunnar, 15 manns eða fleiri).

Skólagjöld í Framhaldsnám Bjórskólans er 7.900 kr.

 • Upplýsingar um nemanda

 • Upplýsingar um greiðanda

 • Upplýsingar um námskeið

  Vínskóli
  20:00
  0 kr.

Kaupa gjafabréf

Gjafabréf í framhaldsnám Bjórskólans gleður alla sanna bjóráhugamenn og konur.
Verð 7.900 kr.

Gjafabréfið í Framhaldsnám Bjórskólans er tilbúið til afhendingar í móttöku Ölgerðarinnar gegn framvísun greiðslukvittunar af netinu.
Móttakan er opin alla virka daga frá kl.8-16.

Sé óskað eftir heimsendingu skal tilgreina það sérstaklega við pöntun.
Sendum frítt um allt land.

 • Upplýsingar um handhafa gjafabréfs

 • Upplýsingar um greiðanda

  Sækja gjafabréf Fá gjafabréf sent
  Fá gjafabréf sent á heimilisfang greiðanda
 • Upplýsingar um námskeið

  Gjafabréf

ATHUGIÐ!
Forföll skráðra nemenda ber að tilkynna símleiðis fyrir kl.12 á settum skóladegi. Að öðrum kosti telst skráning nemenda gild. Ekki er mælst til að nýnemar stundi heimanám fyrir kennslustund. Brot á reglum getur leitt til brottvísunar úr kennslu.

 

Skráning með gjafabréfi

Sláðu inn númer og handhafa gjafabréfs og veldu dagsetningu. Handhafi fær þá sendan rafpóst á netfangið sitt með tilkynningu um dagsetninguna.

 • Upplýsingar um handhafa gjafabréfs

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn um lausar dagsetningar og ef þú vilt fá nánari upplýsingar

Bjórþjónanámskeið Ölgerðarinnar er sérsniðið námskeið um bjór og framreiðslu á bjór fyrir veitingafólk.

Á námskeiðinu fer fram smökkun, rétt eins og í hefðbundnu námskeiði en einnig er matseðill veitingastaðarins skoðaður og réttir paraðir við bjór en bruggmeistarar gera tillögur að vænlegum pörunum

Markmiðið er að búa til fagmenn sem eru í stakk búnir til að fremreiða bjór í hámarksgæðum.
Lögð er áhersla á:

 • Að þekkja hráefnin í bjór
 • Bruggferlið
 • Hvernig tækin virka og hve mikil áhrif þau hafa á gæðin
 • Um hegðun og eðli kolsýru
 • Skynsamleg meðhöndlun á birgðum
 • Glös: rétt tegund í rétt glas, hreinlæti og meðhöndlun glasa
 • Hvernig fullkominn kranabjór lítur út og bragðast
 • Þekkja hvernig bjór skemmist og hvernig hann smakkast

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn um lausar dagsetningar og ef þú vilt fá nánari upplýsingar

 

 

 

 

Í Vínskóla Ölgerðarinnar gefst hópum kostur á að fræðast um vín á líflegan og skemmtilegan hátt.
Við leggjum áherslu á að tala um vín á mannamáli og í þessum vínskóla er ekki skylda að spíta víninu, enda var það fundið upp til þess að drekka það og njóta.

Verð á mann er 7.900 kr.
Lágmarksfjöldi fyrir hópa er 15 manns. Hámark er 30.

Við getum tekið á móti stærri hópum en þá aðlögum við efnið og fjölda kennara að því.

 

Hópar í Vínskólann

Átt þú 9 vini eða vinnufélaga?
Hópar geta bókað sig í Vínskólann í einkakennslu öll kvöld vikunnar.

Lágmarksfjöldi sæta sem kaupa þarf er 10.
Hámark er 30.

Hafðu endilega samband og fáðu upplýsingar um lausar dagsetningar.

 

Kennarar Vínskóla Ölgerðarinnar

Vínsérfræðingar er réttnefni þegar talað er um kennara Vínskólans.
Þeir hafa langa reynslu af vínsmökkun og þeir miðla af mikilli ástríðu um viðfangsefnið.
Þeir eiga það jafnframt sameiginlegt að hafa mikla unun af því að tala um vín og eru þrælskemmtilegir.

Jóhann Marel Viðarsson hefur gert það gott undanfarin ár sem þjón og vínráðgjafi.
Hann starfar hjá Ölgerðinni.

Gísli Jensson er vínþjónn „sommelier“.
Hann hefur starfað víða um heim sem slíkur, m.a. á Michelin stjörnum prýddum veitingastöðum.
Hann er afskaplega veraldavanur þegar kemur að vínum og talar af mikilli ástríðu um þau.

Myndasafn Vínskólans

 

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn um lausar dagsetningar og ef þú vilt fá nánari upplýsingar

Bragðað á sögunni:
Hvernig komst fólk af á tímum bjórbannsins?

Tilvalinn valkostur fyrir fyrirtækjahópa sem vilja krydda óvissuferðina eða enda vinnuvikuna á skemmtilegan máta.
Bragðað á sögunni er 90 mínútna löng dagskrá þar sem fólk fær að heyra um ýmislegt sem tengist vín- og bjórmenningu okkar Íslendinga.
Gestgjafinn er þaulreynd leikkona sem leiðir ykkur í gengum dagskrána. Hinar ýmsu veigar koma við sögu og þær smakkaðar jafn óðum.

Lágmarksfjöldi er 15. Hámarksfjöldi: 150 manns. Verð á mann er 5.800 kr.

Gestgjafar í Bragðað á sögunni:

Gestgjafarnir taka hlutverk sitt mjög alvarlega. Þeir leggja sig fram um að taka vel á móti hópnum og bjóða upp á veigar og góða skemmtun um leið og þeir fræða ykkur um skemmtilega og óvenjulega tíma, sem betur fer eru liðnir.

Anna Brynja Baldursdóttir, Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir og Sigríður Björk Baldursdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera hámenntaðar leikkonur frá London og með leiklistakennaramenntun héðan frá Íslandi.

Myndasafn

 

Taste the Saga

We offer tours for foreign guests every day at 6 pm.

Come take a look at the brewery, dive into the drinking habits and experience the Icelandic spirit, all in this one entertaining stop at Ölgerðin Icelands oldest Brewery (since 1913).
We’ll introduce you to our idea of mead, what the Vikings brewed, give you a taste of beer substitute, what Icelanders drank during the prohibition years and also pour you a shot of Brennivín, produced in our very own distillery, among other extraordinary Icelandic beverages.

We’ll serve you our Gull beer, Malt & Appelsín, different kinds of spirits and history, all in this 90 minute visit that will surely make your day brighter and we promise that you will leave with a smile on your face.

And so, if you haven’t experienced Icelandic alcoholic beverages you are in for a treat!

Click here to
see our promo video

Play

 

Book now!

Click here to book the Taste the Saga Brewery Tour